Ráðstefna Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir tengiliði æðstu dómstóla
Dagana 6.-7. júní hélt Mannréttindadómstóll Evrópu árlega ráðstefnu fyrir tengiliði æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins. Hæstiréttur Íslands er hluti af Superior Courts Network sem Mannréttindadómstólinn setti á fót árið 2015...
Meira ...Traust til Hæstaréttar eykst meðal lögmanna og ákærenda
Um 89% lögmanna og ákærenda báru mikið traust til Hæstaréttar samkvæmt könnun Gallup um þjónustu dómstólanna sem unnin var að beiðni dómstólasýslunnar. Það er hækkun um fimm prósentustig frá árinu 2019 þegar sambærileg könnun var unnin. Einnig var spurt um mat á málsmeðferðartíma....
Meira ...Dómur um riftun ráðstöfunar sem framkvæmd var með skiptingu félags og um kyrrsetningu í eign þriðja manns
Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm þar fallist var á með þrotabúi einkahlutafélagsins E að ráðstöfun fasteignar frá E til S sem framkvæmd var með skiptingu E í tvö félög hefði falið í sér gjafagerning....
Meira ...Fasteign og innstæður á bankareikningum í Bandaríkjunum ekki taldar falla undir opinber skipti á dánarbúi
Í dag voru kveðnir upp dómar í tveimur málum þar sem Landsréttur hafði fallist á kröfu barna E heitins um að annars vegar tiltekin fasteign í Bandaríkjunum og hins vegar innstæður á bankareikningum þar í landi féllu undir opinber skipti á dánarbúi ...
Meira ...Dómur um valdheimildir stjórnvalda við stjórn fiskveiða
Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem H ehf. höfðaði á hendur íslenska ríkinu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir með því að hafa ekki notið tekna af áframhaldandi veiðum þegar veiðidögum á grásleppuvertíðinni 2017 var fjölgað um 10 daga ...
Meira ...Dómur um heimild Lögmannafélags Íslands til að bera fram kvörtun á hendur lögmanni fyrir úrskurðarnefnd lögmanna
Í dag var kveðinn upp dómur í máli sem lögmaðurinn J höfðaði á hendur Lögmannafélagi Íslands (L) til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna þar sem honum var gert að sæta áminningu ...
Meira ...Skert starfsemi dómstólanna vegna COVID-19
Í ljósi neyðarstigs almannavarna og takmarkana á samkomuhaldi á grundvelli sóttvarnarlaga hefur verið ákveðið að næstu fjórar vikur verði starfsemi héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar takmörkuð sem hér segir í því skyni að tryggja nauðsynlega starfsemi og að hún geti farið fram eftir því sem að fært þykir hjá hverjum dómstól.
Meira ...Dómur um rétt umsækjanda um leyfi til að taka barn í varanlegt fóstur til að sækja námskeið samkvæmt reglugerð nr. 804/2004 um fóstur
Í dag var kveðinn upp dómur í máli þar sem F krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 27. maí 2016 þar sem staðfest var ákvörðun B um að hafna umsókn hennar um leyfi til að taka barn í varanlegt...
Meira ...