Laganemar heimsækja Hæstarétt

11.11.2024

Í dag voru viðstödd málflutning í Hæstarétti laganemar á fyrsta ári við lagadeild Háskóla Íslands. Með þeim voru kennarar þeirra Hrefna Dögg Gunnarsdóttir og Thelma Christel Kristjánsdóttir. Málið sem var flutt laut að persónuvernd en Reykjavíkurborg höfðaði málið gegn Persónuvernd og íslenska ríkinu. Fyrir málflutning ræddu Benedikt Bogason forseti réttarins og Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari við nemendur og gerðu grein fyrir starfseminni og því máli sem flutt var. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni.