image

Heimsókn frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins

23.01.2024

Hæstiréttur fékk í dag heimsókn frá eftirlitsnefnd á vegum Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins. Nefndin hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga frá árinu 1985. Sáttmáli þessi var fullgiltur af Íslands hálfu árið 1991. Á vegum nefndarinnar komu Matthias Gysin, Gudrun Mosler-Törnström, Stéphanie Poirel, og Nikos Chlepas. Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason forseti réttarins, hæstaréttardómararnir Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri. Þau gerðu grein fyrir störfum Hæstaréttar og svöruðu fyrirspurnum um dómskerfið og framkvæmd sáttmálans hér á landi.