image

Starfsmenn kvaddir

29.10.2021

Hinn 28. október 2021 komu saman starfsmenn Hæstaréttar og kvöddu fjóra starfsmenn sem eru að hverfa til annarra starfa. Aníta Gísladóttir hefur um árabil starfað í móttöku réttarins en hún er nú flugfreyja hjá Icelandair. Hilda Valdimarsdóttir hefur verið aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá árinu 2015 en hún var nýlega ráðin skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Margrét Helga K. Stefánsdóttir hefur verið aðstoðarmaður frá árinu 2020 en hún hefur um hríð verið settur héraðsdómari og fer síðan til starfa hjá Dómstólasýslunni. Peter Dalmay hefur verið aðstoðarmaður frá árinu 2020 en hann fer til starfa á Mörkinni lögmannstofu. Hæstiréttur þakkar þeim öllum vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Myndin var tekin við þetta tækifæri.