image

Nýr aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands

20.11.2023

 

Guðmundur Snæbjörnsson hefur hafið störf sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Guðmundur lauk Mag. Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands 2019 og öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2020. Hann starfaði sem lögmaður hjá ADVEL lögmönnum þegar hann var ráðinn til starfa hjá Hæstarétti.