Dómar um skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins

12.02.2021

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í málum þar sem J var talinn eiga rétt á skaða og miskabætum og viðurkennt að Í væri skaðabótaskylt gagnvart E. J og E voru báðir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra 15 sem dómnefnd samkvæmt lögum nr. 50/2016 um dómstóla mat hæfasta til starfans. Þegar dómsmálaráðherra gerði tillögu til Alþingis um þá 15, sem skipa skyldi dómara við Landsrétt sem Alþingi samþykkti, vék ráðherrann frá niðurstöðum dómnefndar varðandi fjóra umsækjendur, sem nefndin hafði metið hæfasta, og voru J og E meðal þeirra. Var talið að J og E hefðu leitt að því nægar líkur að forsvaranlegt mat ráðherra á umsókn þeirra og samanburður á hæfni þeirra og annarra umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hefði leitt til þess að þeir hefðu verið skipaðir dómarar umrætt sinn.

 

 

Dómana í heild sinni má lesa hér og hér