Nýtt útlit á ákvörðunum vegna málskotsbeiðna

09.06.2021

Ákvarðanir Hæstaréttar vegna málskotsbeiðna hafa fengið nýtt útlit sem er í samræmi við dóma réttarins. Sérstök athygli er vakin á því að nú er á síðu ákvarðana réttarins beinn tengill í þann dóm/úrskurð Landsréttar eða eftir atvikum héraðsdóms sem ákvörðunin varðar. Slíkan tengil er einnig að finna í dómum réttarins.

Breyting á útliti dóma og ákvarðana miðaði að því að gera efnið aðgengilegra og læsilegra á öllum tækjum en flettingar á vef réttarins eru um 30 þúsund í hverjum mánuði og er hann notaður í daglegum störfum dómstóla, lögmanna, lögfræðinga og laganema.