image
image

EES-málflutningskeppnin

18.03.2024

Um síðustu helgi fór fram hér á landi EES-málflutningskeppnin sem haldin er af Eftirlitsstofnun EFTA í samvinnu við EFTA-dómstólinn og háskólana á Íslandi og í Noregi. Keppnin fór fram samtímis í Hæstarétti og Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í níunda sinn sem keppnin var haldin en hún fer fram árlega og til skiptis á Íslandi og í Noregi. Keppnin var fyrst haldin árið 2015.

Í keppninni tóku þátt lið frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og háskólunum í Osló, Björgvin og Stafangri. Lið Háskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum. Í sigurliðinu voru Anna Mae Manning, Daniela Yolanda Melara Lara, Julia Scandolo, Nikoleta Pohankova, og Pétur Magnús Pétursson, en hann var valinn ræðumaður keppninnar.

Í úrslitaviðureigninni sátu í dómi Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA, Hildur Hjörvar og Ciarán Burke, lögfræðingar hjá Eftirlitsstofnun EFTA og lögmennirnir Helga Melkorka Óttarsdóttir og Dóra Sif Tynes.   Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.