Útgáfa á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi

04.04.2022

Forseti Alþingis Birgir Ármannsson bauð til móttöku 31. mars sl. í tilefni af útgáfu á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi. Alþingi samþykkti með þingsályktun á árinu 2019 að styrkja útgáfuna í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Íslands 2020. Útgáfuverkefnið er til tíu ára og verða bindin alls tíu með öllum tiltækum skjölum og dómum Yfirréttarins. Sögufélaginu og Þjóðskjalasafni Íslands var falið að annast útgáfuna. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður afhenti forseta Íslands, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar eintök af fyrstu tveimur bindunum.