image

Hæstiréttur Íslands 100 ára

17.02.2020

Þess var minnst með hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í gær, sunnudaginn 16. febrúar 2020, að á þessu ári eru liðin 100 ár frá því Hæstiréttur Íslands tók til starfa. Dagskráin hófst með setningarávarpi forseta Hæstaréttar, Þorgeirs Örlygssonar. Ávörp fluttu forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forseti Alþingis Steingrímur J. Sigfússon, dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Toril Marie Øie forseti Hæstaréttar Noregs. Þá fluttu erindi Markús Sigurbjörnsson fyrrverandi forseti Hæstaréttar og Mads Bryde Andersen prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Erindi Markúsar nefndist „Hæstiréttur í aldarspegli“ og erindi Mads Bryde „Domstolsaktivisme i og udenfor Nordisk ret". Ávörpin og erindin munu á næstunni birtast á heimasíðu Hæstaréttar.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Þjóðleikhúsinu.