Þjónustugátt til móttöku beiðna um áfrýjunarleyfi

04.10.2023

Hæstiréttur hefur tekið í notkun þjónustugátt til móttöku beiðna um áfrýjunarleyfi með rafrænum hætti. Leyfisbeiðandi getur hlaðið inn lögákveðnum gögnum í gáttina sem er tengd málaskrárkerfi réttarins. Þegar Hæstarétti hefur borist beiðni um áfrýjunarleyfi verður gagnaðila veittur kostur á að hlaða inn umsögn af sinni hálfu. Er ákvörðun Hæstaréttar liggur fyrir verður tilkynning og staðfest endurrit ákvörðunar send í gegnum stafrænt pósthólf Island.is Framvegis mun Hæstiréttur því ekki gera kröfu um að áfrýjunarleyfisbeiðnum og gögnum þeim tengdum verði skilað á pappír ef notast er við gáttina. Þjónustugáttin verður nýtt til móttöku rafrænna gagna þar til Hæstiréttur tengist sameiginlegri þjónustugátt dómstólanna. Hæstiréttur hefur gefið út leiðbeiningar um notkun gáttarinnar sem nálgast má hér.

Slóð á þjónustugáttina er að finna hér á vef Hæstaréttar: https://portal.coredata.is/haestirettur