Dómar í 189 áfrýjuðum einkamálum frá áramótum

26.06.2018

Hæstiréttur vinnur nú að því að ljúka meðferð þeirra einkamála sem var áfrýjað til réttarins fyrir 1. janúar síðastliðinn þegar breytt dómstólaskipan tók gildi. Voru ódæmd einkamál við það tímamark 271 talsins en frá áramótum hafa fallið dómar í 189 þeirra. Þá hafa 16 mál verið felld niður og er 66 málum enn ólokið.

Á heimasíðu réttarins hefur nú verið birt dagskrá hans fyrir næsta haust en þar kemur fram að síðasti málflutningsdagur samkvæmt eldri dómstólaskipan verður fimmtudaginn 22. nóvember næstkomandi.