image

Nýr aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands

28.10.2021

Gunnar Atli Gunnarsson hefur hafið störf sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Staðan var auglýst 20. ágúst sl. og bárust 39 umsóknir um starfið en tveir drógu umsókn sína til baka.  Gunnar Atli Gunnarsson lauk BA gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og meistaraprófi í lögum frá sama skóla árið 2015.  Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og stundar nú LL.M nám við University of California, Berkeley, og útskrifast þaðan í desember nk. Hann starfaði sem lögfræðingur á lögfræðisviði Fjármálaeftirlitsins 2015-2016 og síðar sem lögmaður á Landslögum lögmannsstofu þar til hann hóf störf sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2018.