image

Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri kveður Hæstarétt

07.06.2021

Föstudaginn 4. júní sl. kom starfsfólk Hæstaréttar saman og kvaddi Þorstein A. Jónsson skrifstofustjóra réttarins eftir rúm 17 ár í starfi. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni en á henni má sjá frá vinstri Benedikt Bogason forseta Hæstaréttar, Ólöfu Finnsdóttur nýskipaðan skrifstofustjóra, Þorstein og Ingveldi Einarsdóttur varaforseta réttarins. Starfsfólk Hæstaréttar þakkar Þorsteini samfylgdina og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum.