image

Forseti Alþingis heimsækir Hæstarétt

14.05.2021

Forseti Alþings, Steingrímur J. Sigfússon, heimsótti Hæstarétt miðvikudaginn 12. maí 2021 ásamt Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis, Þorsteini Magnússyni varaskrifstofustjóra og Þórhalli Vilhjálmssyni forstöðumanni lagaskrifstofu. Kynntu þau sér starfsemi réttarins og húsakynni undir leiðsögn Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar og Ingveldar Einarsdóttur varaforseta réttarins.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni.