Dómur um höfnun á viðurkenningu á bótaskyldu ómerktur

23.06.2020

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem A krafðist viðurkenningar á bótaskyldu V hf. og B ehf. vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við störf sín hjá B ehf. Féll A úr stigapalli niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði er hann var að vinna við vélasamstæðu á vinnustað sínum. Með dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, var viðurkennd bótaábyrgð stefnda V hf. á afleiðingum slyss A en dómurinn taldi að B ehf. hefði vanrækt að rannsaka eða láta rannsaka slysið þegar það varð. Með dómi Landsréttar, sem skipaður var þremur embættisdómurum, voru V hf. og B ehf. aftur á móti sýknaðir af kröfu A, en einn dómara skilaði sératkvæði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að í ljósi aðstæðna og eins og málið lægi fyrir hefði Landsrétti borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann til þess að fjalla um málsástæður sem hafðar voru uppi um að vanbúnaður á vélinni sem A vann við hefði valdið því að hann slasaðist. Landsréttur hefði látið það ógert og mat ekki við endurskoðun héraðsdóms hvaða áhrif sérþekking meðdómsmannsins hefði haft á niðurstöðu málsins. Væri af þessum sökum óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.

 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.