Hæstiréttur heimsækir dómstólasýsluna

03.12.2019

Föstudaginn 29. nóvember sl. heimsótti Hæstiréttur dómstólasýsluna á starfstöð hennar að Suðurlandsbraut 14. Við það tækifæri fór Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, yfir hlutverk stofnunarinnar og gerði grein fyrir því hvernig hefði gengið að koma henni á fót frá því hún hóf störf 1. janúar 2018. Að því búnu fór Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, yfir helstu verkefni sem dómstólasýslan er að sinna um þessar mundir og þau verkefni sem eru á döfinni á næstunni. Þá gerði Íris Elma Guðmann, verkefnisstjóri hjá dómstólasýslunni, grein fyrir uppsetningu nýs málaskrárkerfi hjá héraðsdómstólunum en því kerfi hefur verið gefið nafnið Auður. Loks fjallaði Sif Sigfúsdóttir, fræðslustjóri hjá dómstólasýslunni, um verkefni á sviði símenntunar og um starfsmenntunarsjóð dómara. Á meðfylgjandi mynd eru þeir fulltrúar dómstólasýslunnar sem tóku á móti dómurunum.