image

Norrænir laganemar heimsækja Hæstarétt

13.02.2020

Í gær heimsóttu Hæstarétt norrænir laganemar ásamt fulltrúum Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við norræna viku laganema. Kynntu þeir sér starfsemi réttarins og húsakynni undir leiðsögn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara, Snædísar Björt Agnarsdóttur aðstoðarmanns dómara og Peter Dalmay aðstoðarmanns dómara. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.