image

Heimsókn frá stjórn norska lögmannafélagsins

19.04.2024

Í liðinni viku fékk Hæstiréttur heimsókn frá stjórn norska lögmannafélagsins og mökum þeirra. Benedikt Bogason forseti réttarins og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri kynntu starfsemi Hæstaréttar, gerðu grein fyrir íslenska dómskerfinu og svöruðu fyrirspurnum. Myndin var tekin af hópnum við þetta tækifæri.