Ágreiningur um lögmæti stjórnvaldssektar

08.11.2018

Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem skorið var úr um lögmæti stjórnvaldssektar sem Seðlabanki Íslands hafði lagt á S hf. vegna ætlaðra brota félagsins á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvívegis sent kærur til sérstaks saksóknara vegna málsins, sem hafði í báðum tilvikum endursent kærurnar. Í kjölfarið tók Seðlabankinn ákvörðun um álagningu sektarinnar. Í dómi sínum vísaði héraðsdómur meðal annars til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin og taldi að af þeim mætti ráða að fyrir hafi legið afstaða Seðlabankans um niðurfellingu málsins sem S hf. hafi mátt binda réttmætar væntingar við og jafnað yrði til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði. Þá hafi ekki verið sýnt fram á af hálfu Seðlabankans á hvaða grundvelli hafi verið heimilt að taka mál S hf. upp að nýju. Féllst héraðsdómur því á kröfu S hf. um ógildingu ákvörðunarinnar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu.  

Dóminn í heild sinni má lesa hér.