image

Heimsókn frá Verzlunarskóla Íslands

13.09.2023

Nemendur úr 3. D í Verzlunarskóla Íslands komu ásamt kennara sínum, Birni Jóni Bragasyni, í heimsókn í Hæstarétt í vikunni. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ása Ólafsdóttir, dómari við réttinn, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri og Jenný Harðardóttir, aðstoðarmaður dómara, tóku á móti gestunum, kynntu starfsemi réttarins og réttarkerfið og svöruðu spurningum. Björn Jón Bragason færði Benedikt Bogasyni bókina „Lögfræði fyrir viðskiptalífið“ sem hann hefur skrifað og er kennslubók í lögfræði fyrir nemendur skólans.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við heimsóknina.