Heimsókn frá Áfrýjunardómstól Riga

17.05.2023

Hæstiréttur fékk í gær heimsókn frá Áfrýjunardómstól Riga (Riga Regional Court) en gestirnir voru þær Daiga Vilsone, forseti réttarins, Līga Blūmiņa, formaður einkamáladeildar réttarins, Ingūna Amoliņa, starfandi formaður sakamáladeildar réttarins og Svetlana Beļajeva, dómari við einkamáladeild réttarins. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri og Linda Ramdani aðstoðarmaður dómara tóku á móti þeim, kynntu þeim dómhúsið og starfsemi Hæstaréttar. Þá voru góðar umræður um hvað er líkt og hvað ólíkt með réttarkerfum Íslands og Lettlands og framþróun hjá dómstólum, einkum á sviði tækninýjunga og rafrænnar málsmeðferðar.

Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni.