image

Heimsókn frá Verzlunarskóla Íslands

21.02.2024

Nemendur í Verzlunarskóla Íslands komu ásamt kennara sínum, Birni Jóni Bragasyni, í heimsókn í Hæstarétt í vikunni. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri og Jenný Harðardóttir, aðstoðarmaður dómara, tóku á móti gestunum, kynntu starfsemi réttarins og réttarkerfið og svöruðu spurningum.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.