Dómstóladagurinn 2019

09.09.2019

Föstudaginn 6. september sl. var haldinn dómstóladagurinn 2019. Um er að ræða starfsdag sem dómstólasýslan heldur fyrir alla starfsmenn dómstólanna. Á dómstóladeginum var fjallað um ýmis málefni sem snerta starfsemi dómstólanna og almennt starfsumhverfi þeirra. Má í þeim efnum nefna rafræna málsmeðferð og skýrslutökur fyrir dómi með fjarfundarbúnaði, mörk dómsathafna og stjórnsýslu, upplýsingagjöf dómstóla til almennings og öryggismál dómstólanna. Þátttakan í dómstóladeginum var mjög góð og tóku þátt dómarar og starfsmenn allra dómstiganna þriggja, þ.e. Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Á meðfylgjandi mynd sést Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, halda erindi á dómstóladeginum.