image

Tómas H. Heiðar forseti Alþjóðlega hafréttardómsins heimsækir Hæstarétt

29.02.2024

Í gær heimsótti Hæstarétt Tómas H. Heiðar, forseti Alþjóðlega hafréttardómsins, og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins. Hann gerði grein fyrir starfsemi dómsins og ræddi um nokkur áhugaverð mál sem þar hafa verið til meðferðar. Jafnframt svaraði hann spurningum og fjallaði um hlutverk sitt sem forseti dómsins. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.