Opið hús í Hæstarétti 17. júní

21.06.2019

Opið hús var í Hæstarétti 17. júní síðastliðinn í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Fjöldi gesta kom í heimsókn og voru þeir fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins, en hann verður 100 ára á næsta ári. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, en á efri myndinni má sjá Gunnlaug Geirsson aðstoðarmann dómara ræða við gesti.