Deilt um skaðabótaábyrgð vegna skíðaslyss

03.05.2018


Í dag féll dómur í máli konu sem slasaðist við skíðaiðkun á skíðasvæði Skíðafélags Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli í febrúar 2013. Í málinu var ekki ágreiningur um afleiðingar slyssins heldur deildu aðilar aðallega um bótaskyldu skíðafélagsins og eigin sök konunnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að fallist væri á þá niðurstöðu héraðsdóms sem reist var á framburði vitna að konan hefði slasast við fall eftir að hafa rennt sér fram af stalli sem starfsmenn skíðafélagsins hefðu myndað á leið þar sem búast hefði mátt við umferð skíðamanna og öryggisnet hefði ekki verið strengt nægilega langt til að loka leiðinni að stallinum. Var því bótaskylda S staðfest en talið að K ætti að bera tjón sitt að þriðjungi sjálf.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.