Fyrsta málskotsbeiðnin afgreidd

11.04.2018

Hæstiréttur afgreiddi í gær fyrstu beiðnina um málskotsleyfi eftir að breyting var gerð á skipan dómstóla 1. janúar síðastliðinn. Málið varðaði beiðni um leyfi til kæru á úrskurði Landsréttar með vísan til 4. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hæstiréttur taldi skilyrðum 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 ekki fullnægt í málinu og var beiðninni því hafnað.
 
Fyrirséð er að málskotsbeiðnum fari fjölgandi á næstu mánuðum og hefur Hæstiréttur í hyggju að birta ákvarðanir sínar hvað þær varðar á heimasíðu sinni. Er unnið að tæknilegri útfærslu þessa innan Hæstaréttar en vonast er til að unnt verði að hefjast handa við birtinguna innan skamms.