Árslaun metin sérstaklega samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga

30.01.2019

Í dag var kveðinn upp dómur í máli þar sem deilt var um hvaða árslaun skyldi leggja til grundvallar útreikningi skaðabóta vegna varanlegrar örorku sem A hlaut í umferðarslysi í febrúar 2012. Hæstiréttur vísaði til þess að A hefðu verið greiddar fullar bætur samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga vegna líkamstjóns, sem hann hefði hlotið í vinnuslysi í desember 2011, þar með talið bætur vegna varanlegrar örorku. Í ljósi þess hve stutt hefði verið á milli slysanna var talið að við ákvörðun bóta vegna seinna slyssins yrði að leggja til grundvallar að skerðing launatekna A í framtíðinni yrði hin sama og hann hefði þegar fengið bætta vegna afleiðinga fyrra slyssins. Væru því ekki forsendur til þess að ákvarða árslaun A vegna síðara slyssins á grundvelli 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, enda hefði falist í því að við ákvörðun þeirra væri ekkert tillit tekið til þeirrar starfsorkuskerðingar sem hann hefði hlotið í fyrra slysinu og hafði þegar fengið bætta. Við þessar óvenjulegu aðstæður taldi Hæstiréttur fyrir hendi skilyrði til þess að ákveða árslaun sérstaklega vegna seinna slyssins samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laganna. 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.