image

Norræna embættismannanefndin um dómsmál (EK-JUST) í heimsókn

02.11.2023

Í liðinni viku fékk Hæstiréttur heimsókn frá norrænu embættismannanefndinni um dómsmál (Nordisk Embedsmandskomité for justitsspörgsmål). Nefndin er skipuð embættismönnum sem hafa umsjón með löggjafarstarfi í dómsmálaráðuneytum landanna. Benedikt Bogason forseti réttarins og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri kynntu starfsemi réttarins og svöruðu fyrirspurnum. Myndin var tekin við þetta tækifæri.