image
image

Gulatings Lagmansrett heimsækir Hæstarétt

26.09.2019

Fimmtudaginn 26. september 2019 fékk Hæstiréttur fjölmenna heimsókn dómara og annarra starfsmanna frá Gulatings Lagmansrett. Sá réttur hefur aðsetur í Bergen og er næst stærsti áfrýjunardómstóll Noregs. Af hálfu Hæstaréttar tóku á móti gestunum Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og gerðu þeir grein fyrir störfum Hæstaréttar og dómstólaskipaninni hér á landi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni og á þeim sjást Þorgeir og Benedikt ræða við gesti.