Með vísan til  3. mgr. 1. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs eru dómsmálagjöld við meðferð einkamála fyrir Hæstarétti sem hér segir:

1. Gjald fyrir kæru eða beiðni um kæruleyfi ásamt kæru er kr. 70.000 og greiðist til Landsréttar. 

2. Gjald fyrir beiðni um áfrýjunarleyfi kr. 70.000.

3. Gjald fyrir áfrýjunarstefnu er: 
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er allt að kr. 3.000.000 er gjaldið kr. 34.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er kr. 3.000.000 - 30.000.000 og þegar krafist er viðurkenningar á réttindum og eða skyldum er gjaldið kr.70.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er kr. 30.000.000 – 90.000.000 er gjaldið kr. 176.000. 
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er 90.000.000 – 150.000.000 er gjaldið kr. 269.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er 150.000.000 eða hærri er gjaldið kr. 404.000


4. Gjald fyrir þingfestingu er kr. 34.000.

5. Fyrir endurrit og ljósrit á hverja síðu kr. 300. 

Gjöld greiðast ekki í eftirfarandi málum:

1. Málum til innheimtu vinnulauna.
2. Barnfaðernismálum.
3. Málum til vefengingar á faðerni barns.
4. Lögræðissviptingarmálum.
5. Kjörskrármálum.
6. Einkarefsimálum.
7. Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
8. Forsjármálum.
9. Afhendingarmálum sbr. lög nr. 160/1995.
(Lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl.)


Um gjaldskrána: 

Dómsmálagjöldum var síðast breytt 1. janúar 2023 en þau eru innheimt á grundvelli laga um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991 með síðari breytingum.

Greiðslur:

Greiðslur til Hæstaréttar eiga að fara inn á reikning nr. 0101-26-69580, kt. 650169-4419 og senda skal kvittun á haestirettur@haestirettur.is
Mikilvægt er að það komi fram á kvittununum fyrir hvað er verið að greiða.