Kröfum ákæruvaldsins um frávísun mála nr. 34/2019 og 35/2019 hafnað.

28.05.2020

Í gær tók Hæstiréttur ákvarðanir í málum nr. 34/2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur og nr. 35/2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni. Málin varða endurupptöku að hluta á dómum Hæstaréttar frá 8. október 2015 í máli nr. 456/2014 og 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014. Ákæruvaldið krafðist þess aðallega að málunum yrði vísað frá Hæstarétti og voru málin flutt munnlega 18. maí sl. um þá kröfu ákæruvaldsins. Ákvörðunarorð Hæstaréttar í báðum málum var eftirfarandi: „Kröfu ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti er hafnað.“ Taldi Hæstiréttur að skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málanna hafi verið fullnægt. Verða málin því flutt að efni til fyrir Hæstarétti.