Dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

27.09.2018

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða en með dómi réttarins í febrúar 1980 voru Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sakfelldir fyrir manndráp með því að hafa orðið nafngreindum manni að bana í janúar 1974. Jafnframt var Albert Klahn Skaftason sakfelldur fyrir að hafa tálmað rannsókn málsins með háttsemi sinni umrætt sinn. Þá voru Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó sakfelldir fyrir að hafa orðið öðrum manni að bana í nóvember 1974. Endurupptökunefnd féllst á beiðnir dómfelldu um að taka málið upp að hluta og taldi Hæstiréttur að hvorki væru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist að dómfelldu yrðu sýknaðir af þeim sakargiftum sem þeir voru sakfelldir fyrir með fyrri dómi Hæstaréttar í málinu og endurupptaka málsins tók til. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að það leiddi af lögum að dómfelldu yrðu þegar á grundvelli kröfugerðar ákæruvaldsins sýknaðir af þessum sakargiftum.  

Dóminn í heild sinni mál lesa hér.