Norrænir laganemar heimsækja Hæstarétt

14.02.2019

Í gær heimsóttu Hæstarétt norrænir laganemar ásamt fulltrúum Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við norræna viku laganema. Kynntu þeir sér starfsemi réttarins og húsakynni undir leiðsögn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara og Tinnu Bjarkar Kristinsdóttur aðstoðarmanns dómara. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.