Málstofa um málnotkun í dómum Hæstaréttar

03.12.2019

Í ágúst síðastliðnum réð Hæstiréttur Jón G. Friðjónsson, fyrrum prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, til að greina og leggja mat á styrkleika og veikleika í notkun íslenskrar tungu í dómum Hæstaréttar. Í rannsókn sinni lagði Jón mat á alla dóma Hæstaréttar sem kveðnir voru upp á tímabilinu frá janúar til september 2019. Í framhaldi af rannsókn Jóns efndi Hæstiréttur til málstofu föstudaginn 29. nóvember sl. þar sem Jón kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar fyrir starfsmönnum Hæstaréttar. Niðurstaða Jóns var í stuttu máli sú að málnotkun í dómum Hæstaréttar væri almennt góð en þó væru nokkur atriði sem færa mætti til betri vegar og sýndi hann fram á með dæmum hvernig bæta mætti úr. Að loknu erindi Jóns urðu líflegar umræður um niðurstöður hans. Meðfylgjandi myndir voru teknir á málstofunni. Þá má hér fyrir neðan einnig sjá tvær af þeim þrjátíu glærum sem Jón varpaði fram í erindi sínu.