Dómur um misnotkun á markaðsráðandi stöðu

04.03.2021

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem deilt var um hvort MS ehf. hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja hrámjólk til vinnslu mjólkurafurða á hærra verði til keppinauta en til eigin framleiðsludeildar og tengdra aðila. Í dómi Hæstaréttar var talið að MS ehf. hefði verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Þá var talið að MS ehf. hefði mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn c-lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Einnig var talið að sú mikla mismunun sem hefði verið á verðlagningu MS ehf. til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu hefði falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hefði verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Var MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur í ríkissjóð vegna brota gegn 11. og 19. gr. samkeppnislaga.

 

 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.