Dómur um skilyrði kyrrsetningar

09.12.2021

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli þar sem lagt var fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að gera kyrrsetningu hjá fyrirtæki til fullnustu krafna einstaklinga sem töldu sig eiga skaðabótakröfur á hendur því vegna tjóns sem þeir urðu fyrir þegar fjölbýlishúsið að Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík brann sumarið 2020. Hæstiréttur taldi að draga myndi mjög úr líkum þess að fullnusta krafna fengist eða að hún yrði verulega örðugri ef kyrrsetning færi ekki fram.

Dóminn má í heild sinni lesa [hér].