Dómur um riftun ráðstöfunar sem framkvæmd var með skiptingu félags og um kyrrsetningu í eign þriðja manns

29.10.2020

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm þar fallist var á með þrotabúi einkahlutafélagsins E að ráðstöfun fasteignar frá E til S sem framkvæmd var með skiptingu E í tvö félög hefði falið í sér gjafagerning. S var ekki talið hafa lánast sönnun um að E hefði verið gjaldfært þegar fasteignin hafði verið færð úr félaginu og var riftunarkrafa þrotabús E tekin til greina. Jafnframt var fallist á kröfu þrotabús E um riftun á greiðslu E á skuld við S sem framkvæmd var skömmu fyrir töku E til gjaldþrotaskipta. Var S því gert að greiða þrotabúi E 324.344.922 krónur með vöxtum. Þá staðfesti Hæstiréttur kyrrsetningu í fjórum fasteignum S og SG.

 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.