Ágreiningur um þóknun til slitastjórnar

12.06.2019

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðaði ágreining um ákvörðun kröfuhafafundar um greiðslu þóknunar til slitastjórnar tiltekins félags. Hæstiréttur tók fram að þótt slitameðferð á félagi væri undanfari gjaldþrotaskipta á því, væri skiptastjóri eða skiptafundur í þrotabúinu ekki bær um að taka ákvörðun um réttmæti þóknunar, sem fyrrum fyrirsvarsmaður félagsins, eftir atvikum slitastjórnarmaður, hefði látið greiða sér fyrir störf sín í þágu þess áður en til gjaldþrotaskipta kom. Engin stoð væri fyrir rekstri málsins í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., eins og það hafði verið lagt upp af hálfu varnaraðila, heldur yrði þrotabú félagsins að leita riftunar á ráðstöfuninni eftir reglum XX. kafla laga nr. 21/1991 ef það vildi ekki una við hana. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.