Heimsókn frá lagadeild Ohio Northern University School

02.06.2023

Í liðinni viku fékk Hæstiréttur heimsókn frá nemendum og kennurum við lagadeild Ohio Northern University ásamt Trausta Fannari Valssyni forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Skólinn býður reglubundið upp á sumarnám fyrir bandaríska og íslenska nemendur á Íslandi. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri og Linda Ramdani aðstoðarmaður dómara tóku á móti gestunum, kynntu þeim starfsemi réttarins og svöruðu spurningum. Myndin var tekin við þetta tækifæri.