image
image

Gjöf Lögmannafélags Íslands fundinn veglegur staður

12.04.2021

Í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar 16. febrúar 2020 gaf Lögmannafélag Íslands réttinum veglega gjöf. Um er að ræða höggmynd eftir Helga Gíslason myndhöggvara en verkið er afsteypa úr bronsi og nefnist „Hugur“.

Nú hefur verkinu verið fundinn staður í almennu rými réttarins við hlið viðhafnarskrifstofu forseta hans. Lögmenn og aðrir gestir sjá verkið á leið upp og niður rampinn sem liggur að dómsölum réttarins.

Hæstiréttur ítrekar þakkir til Lögmannafélags Íslands fyrir gjöfina.