Heimsókn í áfrýjunardómstól Englands og Wales

29.03.2023

Í ferð Hæstaréttar til London dagana 16. til 17. mars sl. var áfrýjunardómstóll Englands og Wales (Court of Appeal) heimsóttur. Þar kynnti Lord Jusctice Dingeman starfsemi réttarins auk þess sem fylgst var með málflutningi. Að því búnu var haldinn fundur með Dingeman og þeim dómara sem fór með málið sem var til meðferðar en því var lokið með dómi þegar í kjölfar málflutnings.

Dómstólinn er í afar gömlu og virðulegu húsi á götunni Strand ekki langt frá Thames ánni.

Á myndinni eru annars vegar dómarar og skrifstofustjóri ásamt gestgjafanum Lord Jusctice Dingeman og hins vegar forseti Hæstaréttar og breski dómarinn.