image

Helgi I. Jónsson kveður Hæstarétt

30.04.2020

Helgi I. Jónsson varaforseti Hæstaréttar lætur af störfum við Hæstarétt í dag. Helgi var skipaður dómari við Hæstarétt 1. október 2012 en hann hafði áður verið settur hæstaréttardómari frá árinu 2011. Helgi á að baki langan og farsælan feril sem dómari. Hann var sakadómari við Sakadóm Reykjavíkur frá 1986 til 1992, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1992 til 2011 og þar af dómstjóri við sama dómstól frá 2003 til 2011. Helgi var kjörinn varaforseti Hæstaréttar til fimm ára frá 1. janúar 2017. Starfsfólk Hæstaréttar þakkar Helga samfylgdina og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Meðfylgjandi mynd var tekin við munnlegan málflutning í síðasta málinu sem Helgi dæmir í sem skipaður hæstaréttardómari.