Hæstiréttur 100 ára

14.02.2020

    Hæstiréttur Íslands var stofnaður 1920 og verður því 100 ára á þessu ári. Fyrsta þinghald réttarins var haldið 16. febrúar 1920 og hefur sá dagur síðan verið talinn afmælisdagur réttarins. Af þessu tilefni efnir rétturinn til hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 16. febrúar 2020 kl. 13.30 fyrir boðsgesti.