Leit

 

Leitarvélin leitar í dómum frá 1. janúar 1999 til dagsins í dag, í útgefinni dagskrá frá deginum í dag og fram í tímann, í skrá um ódæmd áfrýjuð mál (ekki kærumál) og í öðru efni á vefnum. Þegar leitað er í dómum eða skráðum málum er hægt að takmarka / þrengja niðurstöður eftir innihaldi dómstexta,  málsnúmerum, málsaðilum, lykilorðum, lagagreinum og tímabili dómsuppkvaðningar. Frá 1. janúar 2016 er einnig hægt að leita að framangreindum atriðum eftir málategund.

Ákvarðanir um málskotsbeiðnir birtar á heimasíðu réttarins frá 01.01.2018

Undir flipanum Málskotsbeiðnir birtir Hæstiréttur ákvarðanir vegna áfrýjunar- og kæruleyfisbeiðna sem réttinum hafa borist frá 1. janúar 2018, 

Í ítarleit / leitarvél á vefnum er hægt að leita eða afmarka leitina við málategund, Áfrýjunarleyfi – einkamál, Áfrýjunarleyfi – sakamál og Kæruleyfi, auk þess var lykilorðunum Samþykkt og Hafnað bætt inn í lykilorðalistann.
 
Dómstexta- og málsaðilareitirnir notfæra sér opin gögn BÍN . Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma sem birt eru í heild á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Beyging skiptir ekki máli við leitina, þú getur notað orð í hvaða falli sem er, eintala eða fleirtala orða skiptir ekki máli þegar þú leitar.

Samsett leit / tengingar og tákn

Skilgreinið efnið og veljið heppileg leitarorð. Notið tengingar og tákn s.s. OG/EÐA/EKKI milli orða ef skilyrði þurfa að vera í leit innan sviðs, ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum. 

OG - þrengir leit og merkir að bæði/öll orð sem þannig eru tengd þurfi að koma fyrir.

EÐA - víkkar leit, og merkir að annað hvort eða eitthvert orðanna þurfi að koma fyrir, fleiri niðurstöður.

EKKI - þrengir leit með því að útiloka tiltekin hugtök/orð

"..." - gæsalappir eru settar utan um orðasambönd til þess að tryggja að orðin standi saman.

*  - stjarna er yfirleitt notuð til að tákna einn eða fleiri óþekkta bókstafi, oftast í enda orðs en má einnig nota í byrjun orðs. Hún víkkar leit með því að kalla fram mismunandi endingar eða byrjun orða orða.
 
? - spurningarmerki víkkar almennt leit eins og stjarnan, það stendur fyrir einn óþekktan bókstaf, tvö spurningarmerki ?? fyrir tvo óþekkta stafi o.s.frv. hvort heldur það er notað inni í miðju orði eða í enda orðs.
 
(.....) - svigi, í samsettri leit þ.e. þegar leitarorð eru t.d. bæði tengd með EÐA og OG er best að afmarka samheiti og orð sem tengd eru með EÐA með sviga. Leitin er víkkuð með EÐA og síðan þrengd með OG. Dæmi, (leitarorð EÐA leitarorð EÐA leitarorð) OG leitarorð.