image

Ritið „Hæstiréttur og Háskóli Íslands: Rit til heiðurs Hæstarétti 100 ára„ var afhent við hátíðlega athöfn

19.03.2021

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, færði Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, ritið „Hæstiréttur og Háskóli Íslands: Rit til heiðurs Hæstarétti 100 ára“ við hátíðlega athöfn í gær. Háskóli Íslands ákvað að minnast aldarafmælis Hæstaréttar með því að standa fyrir útgáfu rits sem hefur að geyma safn 19 ritgerða á sviði réttarfars eftir fyrrverandi og núverandi aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt.

Viðstödd athöfnina var ritnefnd bókarinnar, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, varaforseti og skrifstofustjóri Hæstaréttar, forseti Lagadeildar og fulltrúi, Fons juris, útgefanda bókarinnar. Í ritnefnd sátu Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild (ritstjóri), og þau Árni Kolbeinsson, Guðrún Erlendsdóttir og Markús Sigurbjörnsson sem öll eru fyrrverandi dómarar við Hæstarétt.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni