Dómur um endurupptöku hæstaréttarmáls

07.12.2022

Dómur um endurupptöku hæstaréttarmáls

Forsaga málsins er sú að með dómi Landsréttar 23. mars 2018 í máli nr. 6/2018 var X sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Með dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 var dómur Landsréttar staðfestur. Endurupptökudómur féllst með úrskurði 31. mars 2022 á beiðni X um endurupptöku málsins.

 

Í dag kvað Hæstiréttur aftur upp dóm í málinu. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði 1. desember 2020 komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að því er varðaði rétt X til málsmeðferðar fyrir dómstóli sem skipaður væri að lögum. Fyrir Hæstarétti kröfðust bæði X og ákæruvaldið þess aðallega að dómur Landsréttar yrði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Í ljósi framangreinds taldi rétturinn að ákærði hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum væru áskilin í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans og var því dómur Landsréttar 23. mars 2018 í máli nr. 6/2018 ómerktur og málinu vísað aftur til meðferðar í Landsrétti.

 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.