image
image

Norrænir dómarar í heimsókn í Hæstarétti

08.05.2024

Í vikunni fékk Hæstiréttur heimsókn frá norrænum dómurum sem tóku þátt í ráðstefnu SEND (Samarbeidsorgan for Etterutdanning for Nordiske Dommere) sem fram fór í Reykjavík á vegum dómstólasýslunnar dagana 6. - 8. maí sl. Benedikt Bogason forseti réttarins, Björg Thorarensen hæstaréttardómari og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri kynntu starfsemi Hæstaréttar og svöruðu fyrirspurnum. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.