Ákvarðanir um málskotsbeiðnir birtar á heimasíðu réttarins

04.10.2018

Undir flipanum Málskotsbeiðnir mun Hæstiréttur birta ákvarðanir vegna áfrýjunar- og kæruleyfisbeiðna sem réttinum hafa borist frá 1. janúar 2018, en þá varð breyting á skipan dómstóla með tilkomu nýs áfrýjunardómstóls, Landsréttar.

Í ítarleit / leitarvél á vefnum er hægt að leita eða afmarka leitina við málategund, Áfrýjunarleyfi – einkamál, Áfrýjunarleyfi – sakamál og Kæruleyfi, auk þess var lykilorðunum Samþykkt og Hafnað bætt inn í lykilorðalistann.